SÉREIGNATRYGGING BAYERN LÍF
Lífeyrir til æviloka.

Á Íslandi er skylda að greiða í lífeyrissjóð og er hann einungis hluti af þeim lífeyri sem okkur telst til tekna seinna á ævinni. Því stendur okkur til boða að brúa það tekjutap sem verður við  starfslok með því að virkja séreignarsparnaðinn og fá 2% launahækkun í formi sparnaðar.

 

Hagnaðarhlutdeild, „Þýska kerfið“
Samkvæmt þýskum lögum er Bayern skylt að greiða 90% af umframhagnaði af ávöxtun samnings aftur til viðskiptavinar.
Árlega arðshlutdeild er hægt að fá greidda út með tryggða lífeyrinum sem eingreiðslu við lok samnings eða hægt að fá
hana í formi lífeyris til æviloka.


Lífeyrir til æviloka
Mánaðarlegur lífeyrir er greiddur út mánaðarlega út ævina. Ef hinn tryggði fellur frá greiðist uppsafnaður höfuðstóll til
erfingja að frádregnum greiðslum sem greiddar hafa verið til hins tryggða.


Hvað er það sem gerir okkur svona örugg?
Bayern líf (Versicherungskammer Bayern) er landsmönnum flestum vel kunnugt enda hafa vel yfir 20.000 viðskiptavinir
valið að vera tryggðir þar síðan í upphafi 2008. Bayern líf byggir á öflugu samstarfi við þýsku vátryggingamiðlunina
PM-Premium Makler. Ein af megin reglum hjá Bayern líf er að meðhöndla hagsmuni viðskiptavina af ábyrgð og framsýni.
Forsenda þess er yfirveguð fjárfestingastefna sem við höfum fylgt frá upphafi.

Hafa samband

PM-PREMIUM MAKLER GmbH
Garðatorgi 7, 210 Garðabær

Skrifstofan er opin alla virka daga 9 – 12 og 13 – 16.

Sími: 577 2025

Netfang: premium@premium.is

Mainzer Strasse 38

66111 Saarbrucken

Germany